Umhverfisstefna Léttis

Umhverfisstefna hestamannafélagsins Léttis

Hestamannafélagið Léttir mun stuðla að því að umhverfisáhrif verði lágmörkuð og hvetja félagsmenn til umhverfisvænnar hugsunar. Þá mun félagið leitast eftir fremsta megni við að nota endurnýjanlegar auðlindir í starfsemi sinni og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við fjárfestingar og innkaup.

Hestamannafélagið Léttir mun hafa eftirfarandi markmið að leiðarljósi í allri sinni starfsemi:
Að gæta þess að hestar og menn raski sem minnst náttúru landsins.
Að ásýnd og aðkoma að mannvirkjum félagsins sé til fyrirmyndar og aðgengi gott
Að stöðugt verði unnið að því að draga úr myndun úrgangs.
Að endurnýtanlegur úrgangur verði flokkaður og skilað til endurnýtingar.
Að spilliefnum verði skilað til viðurkenndra móttökuaðila.
Að dregið verði úr notkun einnota borðbúnaðar og þegar slíkur búnaður er notaður skal hann vera umhverfismerktur.
Að dregið verði úr notkun pappírs og að sá pappír sem notaður er sé umhverfismerktur.
Að útgáfa prentverka á vegum félagsins verði umhverfisvottuð.
Að allar ræstivörur sem notaðar eru séu umhverfismerktar.
Að hlutfall umhverfisvottaðrar þjónustu og vara verði hámarkað.Að öll ákvæði laga og reglugerða um umhverfismál verði uppfyllt og að stöðugt verði unnið að úrbótum í umhverfismálum félagsins.
Leit