Skeifan
Skeifan er hluti af félagsheimili Hestamannafélagsins Léttis
Skeifan er glæsilegur salur Hestamannafélagsins Léttis og er til útleigu til einstaklinga sem og félagasamtaka. Skeifan er góð fyrir til að mynda fermingarveislur, brúðkaupsveislur, skírnarveislur, afmæli, erfidrykkjur, fundi, tónleika, árshátíðir félagasamtaka og fleiri tilefna. Salurinn tekur um 160 - 180 manns í sæti við borðhald og er til borðbúnaður fyrir slíkan fjölda. Eldhús er vel búið tækjum til að elda fyrir veislur og frágangs eftir veislur. Stór bar er í salnum til að afgreiða drykki og önnur veisluföng. Gott hljóðkerfi er í salnum sem og skjávarpi. Í salnum er svið fyrir hljómsveitir, uppákomur og skemmtiatriði. Gott aðgengi er fyrir fatlaða því það er góður rampur inn í forstofuna og svo er lyfta upp á aðra hæð þar sem veislusalurinn er. Hægt er að fá dúka leigða ef þess er óskað. Næg bílastæði eru við reiðhöllina.
Verðskrá Skeifunnar 2025.
Almenn leiga á skeifunni, veislusal Léttis, fyrir sólarhring er 98.000 kr.
Leiga fyrir böll, tónleika eða aðrar sambærilegar samkomur er samkomulagsatriði
Félagsmenn Léttis fá salinn leigðan fyrir 60..000 kr.
Hægr er að leigja dúka fyrir 2.500 kr. stykkið
Ræsting eftir samkomur/leigu er 45.000 -55.000 kr. ef leigutaki óskar eftir að kaupa ræstingu
Leiga fyrir böll, tónleika eða aðrar sambærilegar samkomur er samkomulagsatriði
Félagsmenn Léttis fá salinn leigðan fyrir 60..000 kr.
Hægr er að leigja dúka fyrir 2.500 kr. stykkið
Ræsting eftir samkomur/leigu er 45.000 -55.000 kr. ef leigutaki óskar eftir að kaupa ræstingu