Reglugerðir Léttis

Velkomin á heimasíðuna okkar

Reglugerð um val á Íþróttamanni Létts:

Íþróttamaður Léttis – reglugerð uppfærð í nóvember 2024
Hestamannafélagið Léttir kýs Íþróttamann Léttis ár hvert. Skal það kunngjört á uppskeruhátíð og eða sambærilegri samkomu félagsins að hausti hver hlýtur nafnbótina.
1. Léttir verðlaunar stigahæsta knapa í barna-, ungmenna- og fullorðinsflokki (meira vanir/minna vanir). Íþróttamaður Léttis getur komið úr ungmenna- eða fullorðinsflokki meira vanir. Íþróttamaður Léttis verður sá er flest stig hlýtur á keppnistímabilinu í fullorðins- eða ungmennaflokki.
2. Íþróttamaður Léttis hverju sinni er fulltrúi félagsins í kjöri Íþróttamanns/Íþróttakonu Akureyrar hjá ÍBA ár hvert. Stigahæsti knapi af gagnstæðu kyni við íþróttamann Léttis verður hinn fulltrúi félagsins í þessu kjöri. Stjórn Léttis staðfestir hverjir verða tilnefndir til ÍBA.
3. Íþróttamaður Léttis hlýtur farandbikar til varðveislu í eitt ár, auk eignagrips.
4. Mynd af Íþróttamanni Léttis ár hvert skal birt á samfélagsmiðlum Léttis.
5. Léttir velur skeiðknapa ársins úr fullorðins- eða ungmennaflokki ár hvert. Aðeins árangur á Landsmóti, Heimsmeistaramóti, Íslandsmóti, Norðurlandamóti, Reykjavíkurmeistaramóti, Fjórðungsmóti og WR-móti teljast til stiga í þessum flokki.
6. Árangur úr tíu bestu mótum hjá hverjum og einum telja til stiga.
Stigasöfnum fer fram með svohljóðandi hætti:
Öll lögleg mót telja til stiga.
Sæti í móti/keppnisgrein gefur eftirfarandi stig:
1. sæti 10 stig
2. sæti 8 stig
3. sæti 6 stig
4. sæti 4 stig
5. sæti 2 stig
6. sæti 1 stig
7 – 8. sæti 1 stig, á aðeins við um gæðingakeppnir
Fjórðungsmót, WR-mót, sæti í grein gefur eftirfarandi stig:
1. sæti 20 stig
2. sæti 16 stig
3. sæti 12 stig
4. sæti 8 stig
5. sæti 4 stig
6. sæti 2 stig 7 – 8. sætið 2 stig, á aðeins við um gæðingakeppni
 Landsmót, sæti í grein gefur eftirfarandi stig:
1.sæti 60 stig          9. sæti 25 stig
2.sæti 50 stig        10. sæti 25 stig
3.sæti 45 stig         11.sæti 25 stig
4.sæti 40 stig         12.sæti 25 stig
5.sæti 35 stig         13.sæti 25 stig
6.sæti 30 stig         14.sæti 25 stig
7.sæti 35 stig         15.sæti 25 stig
8.sæti 30 stig         Sæti í milliriðli gefur 15 stig
Sæti í töltkeppni á Landsmóti gefur eftirfarandi stig:
1. sæti 40 stig
2. sæti 35 stig
3. sæti 30 stig
4. sæti 25 stig
5. sæti 20 stig
Heimsmeistaramót, sæti í grein gefur eftirfarandi stig:
1. sæti 60 stig
2. sæti 50 stig
3. sæti 45 stig
4. sæti 40 stig
5. sæti 35 stig
6. sæti 30 stig
7. sæti 35 stig
8. sæti 30 stig
9. sæti 25 stig
10. sæti 20 stig
Íslandsmót, Norðurlandamót, Reykjavíkurmeistaramót, sæti í grein gefur eftirfarandi stig:
1. sæti 40 stig
2. sæti 35 stig
3. sæti 30 stig
4. sæti 25 stig
5. sæti 20 stig
6. sæti 15 stig
7. sæti 15 stig
8. sæti 15 stig
9. sæti 15 stig
10. sæti 15 stig
Íslandsmeistari í samanlögðu gefur 20. stig. Verði knapi valinn í landsliðið og keppir fyrir hönd Íslands fær hann 10 stig.
Verði knapar jafnir að stigum skal sá sem oftar lendir í 1. sæti hljóta nafnbótina Íþróttamaður Léttis.



Leit