Print
15
Apr

Æskulýðsmót Léttis og Líflands

15.04.2014. Ritað í Fréttir

logo LiflandÆskulýðsmót Léttis og Líflands verður laugardaginn 19 apríl næst komandi. Mótið er opið og hefst stundvíslega kl 9:00. Skráning er hafin í Líflandi og er skráningargjald 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu og 500 kr. fyrir aðra skráningu. Ekki verður hægt að greiða skráningargjald með korti. Einnig er hægt að senda skráningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Skráningargjald greiðist í upphafi móts.
Keppt verður í:
Fjórgangi V2 í Barna, unglinga og ungmennaflokki.
Tölt T8 í barnaflokki.
lti T3 í unglinga og ungmennaflokki.
Fimmgangi opnum flokki
Pollaflokki, frjáls aðferð.
Skráning þarf að berast fyrir fimmtudaginn 17 apríl. Hlökkum til að sjá ykkur.


Æskulýðsnefnd Léttis og Lífland.

Print
14
Apr

Hesthúsaeigendur í Breiðholti - A.T.H.

14.04.2014. Ritað í Fréttir

Hestamannafélagið Léttir og Norðurorka boða til kynningarfundar í Skeifunni, Léttishöll mánudaginn 14. apríl kl. 20:00

Farið verður yfir áætlanir um lagningu hitaveitu og fráveitu í hverfið, kynntar forsendur verkefnisins og leitað eftir þátttöku húseigenda í því.

Eigendur húsa í hverfinu eru hvattir til þess að mæta á fundinn til að kynna sér verkefnið og mögulegan framgang þess.

Hestamannafélagið Léttir og Norðurorka.

Print
13
Apr

Bikarmót L.H.

13.04.2014. Ritað í Fréttir

Bikarmót LH verður haldið 23-24 apríl í reiðhöllum hestamannafélaganna Fáks og Spretts. Hestamannafélögin í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum mega senda saman 4 keppendur í hvern flokk. Ef einhverjir félagar í Létti hafa áhuga að reyna að komast á Bikarmótið er þeim bent á að hafa samband við Andreu í s. 864 6430 eða á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 19. apríl.
fh.stjórnar
Andrea Þorvaldsdóttir

Print
13
Apr

Léttishöllin lokuð mánudag til miðvikudags.

13.04.2014. Ritað í Tilkynningar

Léttishöllin verður lokuð mánudag, þriðjudag og miðvikudag vegna þrifa og viðhalds vegna Fáka og fjörs.

Öll aðstoð við þrif og málningu er vel þegin á morgun mánudag og á þriðjudaginn.

Reiðnámskeiðið hjá Camilla Hoj fellur niður á miðvikudaginn.

Einnig minnum við á fundinn fyrir hesthúsaeigendur í Breiðholtinu með Norðurorku, mánudagskvöldið kl. 20:00 í Skeifunni.

Stjórn Léttis

Print
10
Apr

Stórveislan Fákar og fjör 2014

10.04.2014. Ritað í Fréttir

Plakat Fakar og fjor 2014 finalStórveisla hestamanna - Fákar og fjör

Verður haldin í Léttishöllinni, Akureyri miðvikudaginn 16. apríl kl. 19:00

Hestaveisla fyrir alla fjölskylduna, fjölbreytt dagsskrá, veitingasala og kraumandi kjötsúpa í hléi.

 

 

Meðal annars koma fram:

Gæðingar frá Kvistum

Magnús Bragi og Óskasteinn frá Íbishóli

Stefán Birgir og Gangster frá Árgerði

Hvaða gæðinga koma Hinrik Bragason og Daníel Jónsson með??

Skeiðkappreiðar

Yngri knapar sýna listir sínar

Óvæntar uppákomur

Forsala aðgöngumiða er í Fákasporti og Líflandi og hefst hún í hádeginu á föstudag.

3000 kr. fyrir fullorðna og 1500 kr. fyrir 13-17 ára, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Hljómsveitin Knaparnir halda uppi fjörinu í Skeifunni að sýningu lokinni.

 

Hestamannafélagið Léttir.

Auglýsingar

Hagaganga og innifóðrun

Tek hross í innifóðrun eða í hagagöngu.

Góð aðstaða.

Kv. Óðinn í Hólakoti.
8201562

 

 

Fákasport