Print
24
Júl

Flugeldasýning á Hömrum

24.07.2014. Ritað í Fréttir

Súlur, björgunvarsveitin á Akureyri, hefur verið beðin um að halda flugeldasýningu á lokavarðeldi landsmóts skáta, sem haldið er þessa dagana á Hömrum.

Flugeldasýningunni verður skotið upp laugardagskvöldið 26.júlí um klukkan 22:00 af klöppunum austan við Hamra.

Öll tilskylin leyfi hafa fengist fyrir sýningunni.

Við vildum láta Hestamannafélagið vita, ef félagið hefur möguleika á að að koma út boðum til hestamanna svo þeir viti af sýningunni fyrirfram.

F.h. Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri

Kári Erlingsson.

Print
16
Júl

Lausir hestar í landi Akureyrar

16.07.2014. Ritað í Fréttir

Eftirlitsdýralæknar Matvælastofununar og Lögreglan á Akureyri ítreka við hestamenn að hafa hesta sína í rafmagnsgirðingum og gæta að þeir hafi nægan haga og vatn.

Mikið hefur borið á lausum hestum í landi Akrueyrarbæjar og eru hestamenn hvattir til að laga girðingar og setja öll hross í rafgirðingar.

Eins hefur dýraeftirlitið gert athugasemdir við ofbeit og lítið vatn í bæjarlandinu.

Stjórn Léttis.

Print
16
Júl

Ráslistinn fyrir FEIF youth cup

16.07.2014. Ritað í Fréttir

Hér er ráslistinn fyrir Youth Cup sem haldinn er á Hólum í Hjaltadal og Ólafur "okkar" Göran Grós er að keppa á.

Mótið hefst fimmtudaginn 17. júlí á opnunarhátíð og er dagsskráin eftirfarandi

DAGSSKRÁ

RÁSLISTI

Með kveðju

Æskulýðsnefnd L.H.

Print
11
Júl

Félagsferð Léttis 2014

11.07.2014. Ritað í Fréttir

Fyrirhuguð félagsferð Léttis sumarið 2014 verður á Melgerðismela. Farið verður frá Akureyri föstudaginn 18. júlí. Riðið verður út frá Melunum á laugardegi og svo heim aftur á sunnudegi.

Lagt verður á stað frá Kaupvangsbökkum kl. 17:30, stundvíslega :o)

Athugið, þetta er auglýst með fyrirvara um breytingar.

Ferðanefnd Léttis.

Auglýsingar

Einkatímar

Góðan daginn

Mun taka að mér nemendur í einkakennslu í vetur og sökum aðstæðna mun eftirfarandi háttur verða á;

Ég ætla að selja sjö 10 tíma kort sem gilda fyrir 10 klst einkatíma, hver tími fyrir eina-tvær manneskjur. Þeir sem eiga kort eru þeir einu sem hafa kost á tíma hjá mér.

Til þess að hafa dílinn enn betri er heildarverð fyrir kortið sem greiðist við afhendingu þess að jafnvirði níu tímum og er sá tíundi því frír.

Verð: 40.500 kr og endilega hafið samband í síma 8679522 eða á email This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Fákasport