Print
28
Ág

Hagnýtar upplýsingar um beitilönd

28.08.2014. Ritað í Fréttir

Gunnarsholti 28. ágúst

Ágætu viðtakendur

Haustin eru góður tími til þess að meta ástand beitarlanda. Þá er hægt að meta hvaða áhrif sumarbeitin, og eftir atvikum beit liðinna ára, hefur haft á beitarlandið. Þrír bæklingar sem Landgræðslan hefur gefið út geta komið að notum í þessu sambandi. Þetta eru Sauðfjárhagar, Hrossahagar og Fróðleiksmolar um hrossabeit.

Sjá nánar HÉR

Mbk/Áskell Þórisson

Print
25
Ág

TREC keppni

25.08.2014. Ritað í Fréttir

Nú er komið að lokahelginni í TREC-inu sem hefur verið í gangi allt frá áramótum. Við erum búin að koma okkur upp fínustu braut á Melgerðismelum og ætlum að enda þetta á keppni í tveimur af þremur hlutum TREC- keppninnar alþjóðlegu. Keppnisdagurinn er sunnudagurinn 31.ágúst á Melgerðismelum og verður keppt í:
Fyrir þáttakendur námskeiðsins er eftirfarandi keppni:
1. Gangtegundakeppni - Keppendur ríða eina ferð fram og tilbaka í hvorri umferð á 150m braut sem er 2,5m á breidd, alls tvær umferðir og gildir besti tíminn á hvorri gangtegund. Fyrirkomulagið er að keppendur ríða inn brautina eins hægt á stökki og hægt er og svo tilbaka eins hratt á feti og hægt er. Helstu reglur eru þær að ekki má missa hestinn af gangtegundinni og verða keppendur að halda sig innan 2,5m markanna.
Hefst kl: 10
Svo er hin árlega bæjarkeppni
2. Þrautabraut - Keppendur ríða fyrirfram ákveðna þraut sem samanstendur af alls kyns verkefnum bæði á baki og í hendi. Reynir á samvinnu manns og hests og eru refsistig ef út á það samstarf bregður. Virkilega spennandi og skemmtileg keppni gjörólík öllu sem við þekkjum áður.
Brautin samanstendur af t.d: Brú sem fara þarf yfir, hindrunarstökk, ríða gegnum hlið án þess að sleppa af því hendinni og margt fleira
Hefst kl: 15

Fyrir áhugasama nýliða í TREC eða þáttakendur námskeiðsins með aðra hesta en hafa farið gegnum námskeiðið er í boði:
1. Þrautabrautin með sama fyrirkomulagi og hér fyrir ofan, opinn tími verður á laugardeginum kl.14 opinn öllum sem hafa áhuga að taka þátt í opnu keppninni.

Þátttakendur eru beðnir að senda skráningu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir miðnætti á fimmtudagskvöld

Þáttökugjald verður kr.1000

Þetta verður gríðarspennandi og skemmtileg keppni og fólk hefur æft sig mikið á árinu til að ná árangri.

Print
22
Ág

Ógreidd félagsgjöld 2014

22.08.2014. Ritað í Fréttir

Kæru félagsmenn, enn hafa 28 félagsmenn ekki gert skil á félagsgjöldum fyrir árið 2014.  Ert þú einn af þeim?

Hægt er að greiða greiðsluseðla sem hafa verið stofnaðir í heimabanka félagsmanna eða hafa samband við gjaldkera félagsins og semja um greiðslur á félagsgjaldinu.

Stjórn Léttis

Print
12
Ág

Rekstrar á Akureyri

12.08.2014. Ritað í Fréttir

Stjórn Léttis áréttar við hestamenn að sýna tillit þegar verið er að reka hesta í landi Akureyrarbæjar.

Mikið hefur borið á að spottar eru skildir eftir uppi og hamla öðrum hestamönnum að nota reiðleiðir í bæjarlandinu og einnig er verið að reka hesta í nátthaga á bílum og án reiðmanna, sem er stanglega bannað.

Sýnum tillitsemi og gætum að náunganum.

Fyrir hönd stjórnar Léttis.

Andrea Þorvaldsdóttir, formaður.

Auglýsingar

Einkatímar

Góðan daginn

Mun taka að mér nemendur í einkakennslu í vetur og sökum aðstæðna mun eftirfarandi háttur verða á;

Ég ætla að selja sjö 10 tíma kort sem gilda fyrir 10 klst einkatíma, hver tími fyrir eina-tvær manneskjur. Þeir sem eiga kort eru þeir einu sem hafa kost á tíma hjá mér.

Til þess að hafa dílinn enn betri er heildarverð fyrir kortið sem greiðist við afhendingu þess að jafnvirði níu tímum og er sá tíundi því frír.

Verð: 40.500 kr og endilega hafið samband í síma 8679522 eða á email This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Fákasport