Print
22
Ág

Ógreidd félagsgjöld 2014

22.08.2014. Ritað í Fréttir

Kæru félagsmenn, enn hafa 28 félagsmenn ekki gert skil á félagsgjöldum fyrir árið 2014.  Ert þú einn af þeim?

Hægt er að greiða greiðsluseðla sem hafa verið stofnaðir í heimabanka félagsmanna eða hafa samband við gjaldkera félagsins og semja um greiðslur á félagsgjaldinu.

Stjórn Léttis

Print
12
Ág

Rekstrar á Akureyri

12.08.2014. Ritað í Fréttir

Stjórn Léttis áréttar við hestamenn að sýna tillit þegar verið er að reka hesta í landi Akureyrarbæjar.

Mikið hefur borið á að spottar eru skildir eftir uppi og hamla öðrum hestamönnum að nota reiðleiðir í bæjarlandinu og einnig er verið að reka hesta í nátthaga á bílum og án reiðmanna, sem er stanglega bannað.

Sýnum tillitsemi og gætum að náunganum.

Fyrir hönd stjórnar Léttis.

Andrea Þorvaldsdóttir, formaður.

Print
24
Júl

Flugeldasýning á Hömrum

24.07.2014. Ritað í Fréttir

Súlur, björgunvarsveitin á Akureyri, hefur verið beðin um að halda flugeldasýningu á lokavarðeldi landsmóts skáta, sem haldið er þessa dagana á Hömrum.

Flugeldasýningunni verður skotið upp laugardagskvöldið 26.júlí um klukkan 22:00 af klöppunum austan við Hamra.

Öll tilskylin leyfi hafa fengist fyrir sýningunni.

Við vildum láta Hestamannafélagið vita, ef félagið hefur möguleika á að að koma út boðum til hestamanna svo þeir viti af sýningunni fyrirfram.

F.h. Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri

Kári Erlingsson.

Print
16
Júl

Lausir hestar í landi Akureyrar

16.07.2014. Ritað í Fréttir

Eftirlitsdýralæknar Matvælastofununar og Lögreglan á Akureyri ítreka við hestamenn að hafa hesta sína í rafmagnsgirðingum og gæta að þeir hafi nægan haga og vatn.

Mikið hefur borið á lausum hestum í landi Akrueyrarbæjar og eru hestamenn hvattir til að laga girðingar og setja öll hross í rafgirðingar.

Eins hefur dýraeftirlitið gert athugasemdir við ofbeit og lítið vatn í bæjarlandinu.

Stjórn Léttis.

Auglýsingar

Heyrúllur til sölu - áborið hey

Er með heyrúllur til sölu. Þetta er áborið hey og alveg þurrt. Rúllurnar eru væntanlega 350-400 kg. og kostar rúllan 9000 kr. komin í bæinn (8,000 kr. án flutnings)

Upplýsingar gefur Andrea í s. 864 6430

 

 

Fákasport