Print
09
Sep

Landsþing 2014 fundur

09.09.2014. Ritað í Fréttir

Stjórn Léttis boðar til fundar í Skeifunni, Léttishöllinni fimmtudaginn 11. september kl. 20:00 um Landsþing L.H. og tillögur fyrir Landsþing L.H.

Kjörnir þingfulltrúar eru hvattir til að mæta sem og þeir félagar sem hafa áhuga á að koma með tillögur að lagabreytingum fyrir Landsþing L.H. sem haldið verður á Selfossi 17-19. október.

Kjörnir fulltrúar Léttis 2014 eru:

Andrea Þorvaldsdóttir

Haukur Sigfússon

Sigfús Helgason

Hólmgeir Valdimarsson

Guðjón Rúnar Guðjónsson

Sveinn Ingi Kjartansson

varamenn:

Úlfhildur Sigurðardóttir

Viðar Bragason

Stjórn Léttis

Print
28
Ág

Hagnýtar upplýsingar um beitilönd

28.08.2014. Ritað í Fréttir

Gunnarsholti 28. ágúst

Ágætu viðtakendur

Haustin eru góður tími til þess að meta ástand beitarlanda. Þá er hægt að meta hvaða áhrif sumarbeitin, og eftir atvikum beit liðinna ára, hefur haft á beitarlandið. Þrír bæklingar sem Landgræðslan hefur gefið út geta komið að notum í þessu sambandi. Þetta eru Sauðfjárhagar, Hrossahagar og Fróðleiksmolar um hrossabeit.

Sjá nánar HÉR

Mbk/Áskell Þórisson

Print
22
Ág

Ógreidd félagsgjöld 2014

22.08.2014. Ritað í Fréttir

Kæru félagsmenn, enn hafa 28 félagsmenn ekki gert skil á félagsgjöldum fyrir árið 2014.  Ert þú einn af þeim?

Hægt er að greiða greiðsluseðla sem hafa verið stofnaðir í heimabanka félagsmanna eða hafa samband við gjaldkera félagsins og semja um greiðslur á félagsgjaldinu.

Stjórn Léttis

Print
12
Ág

Rekstrar á Akureyri

12.08.2014. Ritað í Fréttir

Stjórn Léttis áréttar við hestamenn að sýna tillit þegar verið er að reka hesta í landi Akureyrarbæjar.

Mikið hefur borið á að spottar eru skildir eftir uppi og hamla öðrum hestamönnum að nota reiðleiðir í bæjarlandinu og einnig er verið að reka hesta í nátthaga á bílum og án reiðmanna, sem er stanglega bannað.

Sýnum tillitsemi og gætum að náunganum.

Fyrir hönd stjórnar Léttis.

Andrea Þorvaldsdóttir, formaður.

Auglýsingar

Hagaganga í haust

Er með laus pláss í hagagöngu í haust hafið samband í síma 694-9203, Sverrir

 

 

Fákasport